Erlent

Blair hótar Írönum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða. Blair lét þessi orð falla í viðtali við breska sjónvarpsstöð en útskýrði ekki nánar hvaða meðulum yrði beitt. Sjóliðarnir eru taldir dúsa í fangelsi byltingarvarðarins í Teheran en Íransstjórn segir þá hafa verið á siglingu í íranskri landhelgi. Talsmaður íranskra stjórnvalda sagði þá í morgun við góða heilsu enda væri vel með þá farið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×