Erlent

Kveiktu í fíkniefnum

Yfirvöld í Bólívíu og Perú lögðu fyrir helgi eld að um 35 tonnum af eiturlyfjum. Götuverðmætið er sagt mörg hundruð milljónir króna. Hald var lagt á efnin í fjölmörgum aðgerum lögreglu í báðum löndum.

Kveikt var í kókaíni, maríjúana, opíum og heróíni á fimmtudaginn og í gær. Yfirvöld í Perú og Bólivíu hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega hart á eiturlyfjabarónum og smygli. Eiturlyfjabrennunum var ætlað að sýna að þær ásakanir ættu ekki við rök að styðjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×