Erlent

Stillt til friðar í Austur-Kongó

Stjórnarherinn í Austur-Kongó stillti til friðar í höfuðborginni, Kinsjasa, í gærkvöldi. Til harðra bardaga hefur komið þar í vikunni milli stjórnarhersins og fylgismanna Jean-Pierre Bemba, leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Yfirvöld í Austur-Kongó hafa sakað Bemba um landráð og hefur hann leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku. Friðargæsluliðar fluttu nærri þúsund manns á brott frá höfuðborginni og nærliggjandi svæðum á meðan barist var.

Ekki hefur verið barist á götum úti í landinu síðan Joseph Kabila hafði Bemba undir í forsetakosningum í október. Þeim var ætlað að bida enda á nærri 5 ára borgarstyrjöld í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×