Erlent

Ætlar ekki að dagsetja heimkvaðningu hermanna

Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði að beita neitunarvaldi sínu á frumvarp sem felur í sér heimkvaðningu bandarískra bardagasveita frá Írak fyrir 1. september á næsta ári.

Um er að ræða frumvarp um aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Afganistan og Írak en dómkratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings bættu við heimkvaðningarákvæðinu áður en það var samþykkt.

Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað dagsetja brotthvarf hersveita og sagt það aðeins gagnast ódæðismönnum í Írak. Frumvarpið verður nú tekið fyrir í öldungadeildinni og farið það óbreytt á borð forsetans mun hann hafna því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×