Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket 23. mars 2007 19:15 Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins. Erlent Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira