Erlent

Bardagasveitir frá Írak á næsta ári

Neðri deild bandaríska þingsins samþykkti í dag að allar bardagasveitir hersins skuli vera komnir heima frá Írak hinn fyrsta september á næsta ári. Þar sem bardagasveitir eru sérstaklega tilteknar er haldið opnum þeim möguleika að stuðningsdeildir eins og verkfræðisveitir verði eitthvað lengur í landinu.

Þessi samþykkt neðri deildarinnar á eftir að fara fyrir öldungadeildina, þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Ef hún verður samþykkt þar getur Bush forseti svo beitt neitunarvaldi. Öldungadeildin gæti greitt atkvæði um þessa tillögu í næstu viku.

Við atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni skiptust atkvæði nokkuð eftir flokkslínum. 218 voru fylgjandi en 212 á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×