Erlent

Helstu fljót heimsins í hættu

Talið er að um fimm þúsund börn láti lífið daglega vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Margir óttast að þetta eigi enn eftir að versna, bæði vegna loftslagsbreytinga og annarra þátta. Því er til dæmis haldið fram að mörg helstu fljót heimsins séu í hættu vegna aðgerða mannanna. Það er sagt hafa mjög slæm áhrif á fljót og vötn að setja þar stíflur, eða breyta farvegi.

Íslendingar búa við gott aðgengi að hreinu vatni og mikla þekkingu á nýtingu þess. Þó eru aðeins 100 ár síðan taugaveiki var útbreidd á Íslandi. Það var fyrir tilkomu vatns- og fráveitulagna. Íslensk þróunaraðstoð hefur meðal annars beinst að því að bæta aðgengi að hreinu vatni í þróunarríkjunum. Ef marka má meðfylgjandi skýringarmynd, veitir ekki af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×