Erlent

Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum

Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu.

Hann er grunaður um að hafa veitt hópi í Lundúnum upplýsingar um ferðir herskipa þrátt fyrir að vita að þær yrðu hugsanlega notaðar til þess að myrða bandaríska ríkisborgara. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.

Brotin áttu sér stað fyrir sex árum, eða nokkrum mánuðum eftir að hryðjuverkamenn gerðu árás á skipið USS Cole en í þeirri árás létust 17 bandarískir hermenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×