Sport

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn gegn uppgangi akstursíþrótta.

Akstursíþróttir virðast ekki vera í náðinni hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki!
Akstursíþróttir virðast ekki vera í náðinni hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki! MYND/supersport.is

Framsýn tillaga Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að breyta umferðarlögum með þeim hætti að skilgreina hvað akstursíþróttabraut væri fékk ekki náð fyrir augum stjórnarmeirihlutans. Atkvæðagreiðslan á Alþingi var nokkuð eftirminnileg þar sem að formaður samgöngunefndar Guðmundur Hallvarðsson studdi tillgöuna þegar hún var í fyrstu borin upp til atkvæða og sömuleiðis nokkrir stjórnarliðar til viðbótar. Þetta varð til þess að tillagan var samþykkt.

Það varð því uppi fótur og fit í stjórnarliðinu við þessa niðurstöðu og í framhaldinu lét starfandi þingforseti Birgir Ármannsson endurtaka atkvæðagreiðsluna þar til var búið að fella tillöguna og berja sjálfan formann samgöngunefndar til hlýðni og fella málið.

Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en gengur út á að búa til lagalegan grundvöll til þess að stjórnvöld geti tryggt uppbyggingu akstursbrautar fyrir vélknúin ökutæki. Uppbygging kappakstursbrautar er mikilvægur liður í því að skapa aðstöðu fyrir hraðakstur ökuþóra og sömuleiðis örugga braut til æfingaaksturs.

Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa átt nokkra fundi með vélhjólamönnum og þeir hafa kynnt að hið opinbera afli umtalsverðs fjár með skattlagningu vélhjóla og eldsneytis en mæta síðan litlum skilningi hjá stjórnvöldum m.a. í uppbyggingar aðstöðu fyrir akstursíþróttafólk.

MBL sagði frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×