Erlent

Önnur hver grænlensk stúlka íhugar sjálfsmorð

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Önnur hver unglingsstúlka á Grænlandi hefur íhugað að fremja sjálfsmorð, og einn af hverjum fimm drengjum. Þriðja hver stúlka hefur reynt að fremja sjálfsmorð og tíundi hver drengur. Þetta er niðurstaða könnunar danska heilbrigðisráðuneytisins, sem gerð var meðal unglinga á aldrinum 15- 17 ára.

Danir eru mjög slegnir yfir niðurstöðunni, enda er tala grænlenskra stúlkna sem íhuga sjálfsmorð 50 sinnum hærri en hjá dönskum stúlkum. Hjá drengjum er talan 40 sinnum hærri.

Það hefur lengi verið vitað um háa sjálfsmorðstíðni unglinga á Grænlandi. Hún er meðal annars rakin til óstöðugleika í uppvexti, áfengisvanda og kynferðislegs ofbeldis. Þetta er hinsvegar fyrsta könnunin sem gerð er meðal unglinganna sjálfra, og tölurnar þykja skelfilegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×