Erlent

Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur

Frá mótmælunum í San Francisco í dag.
Frá mótmælunum í San Francisco í dag. MYND/AFP

Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir.

Í San Francisco mótmæltu álíka margir, sumir hverjir nógu gamlir til að hafa mótmælt Víetnam stríðinu. Þeir lögðust á götuna, sumir ataðir í gerviblóði, til þess að minnast þeirra bandarísku hermanna sem hafa látið lífið í stríðinu í Írak. Tæplega 50 voru handteknir í San Francisco.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru flestir Bandaríkjamenn á móti stríðinu. Þúsundir hafa mótmælt því undanfarna daga en þau hafa engan vegin náð því að verða jafnstór mótmælunum gegn Víetnam stríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×