Erlent

Lýstu yfir sakleysi sínu

Nicole Paultre-Bell, fyrrum unnusta Sean Bell, sést hér gráta þegar ákærurnar yfir sakborningum voru lesnar upp í rétti í dag.
Nicole Paultre-Bell, fyrrum unnusta Sean Bell, sést hér gráta þegar ákærurnar yfir sakborningum voru lesnar upp í rétti í dag. MYND/AFP
Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir.

Sean Bell var skotinn til bana af lögreglumönnunum þegar hann var á á leið út af skemmtistað snemma morguns í nóvember í fyrra. Tveir vinir hans höfðu verið að steggja hann. Þeir voru á leið í bíl sinn þegar að lögreglumennirnir hófu óvænt skothríð þar sem þeir héldu mennina þrjá vera að ná í skotvopn. Samtals skutu þeir nærri 50 skotum að mönnunum þremur, sem voru allir óvopnaðir.

Mikil mótmæli urðu í New York eftir að atvikið átti sér stað. Baráttuhópar fyrir jafnrétti kynþátta sögðu þetta merki um kynþáttafordóma lögreglunnar og kröfðust þess að allir fimm lögregluþjónarnir sem voru viðstaddir árásina yrðu kærðir fyrir morð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×