Erlent

Vilja auka völd lögreglu

Frá mótmælum 15. mars síðastliðinn vegna stjórnarskrárbreytinganna.
Frá mótmælum 15. mars síðastliðinn vegna stjórnarskrárbreytinganna. MYND/AFP

Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á meðal breytinganna eru hryðjuverkalög sem að virðast festa í stjórnarskrá aukin völd lögreglu til þess að handtaka og fylgjast með hverjum þeim sem grunaður er um hryðjuverkastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×