Segja endurreisn hafa mistekist 19. mars 2007 18:45 Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003. Ali Baban, skipulags- og þróunarmálaráðherra Íraks, segir að Írakar sjálfir ættu að hafa meira að segja um hvernig erlendu fé til endurreisnar sé varið. Þetta sagði hjá á ráðstefnu tuttugu ríkja og alþjóðasamtaka í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Erfitt sé að tiltaka hve mikið fé þurfi til endurreisnar svo vel sé. Innviðir Íraks séu í rúst og hryðjuverkamenn skaði tilraunir til að bæta efnahag landsins. Þörfin sé því mikil. Deilt hefur verið um það hvort peningum til endurreisnar hafi verið vel varið og hluti þess jafnvel sagður hafa horfið. En hvað sem þeim vangaveltum líður þá hafa Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja og lagt fé til endurreisnnar. 2003 og 2004 voru 100 milljónir króna lagðar til neyðar- og mannúðaraðstoðar meðal annars til jarðsprengjuleitar. 2004 og 2005 lagði íslenska ríkið fram rétt tæpar 200 milljónir í uppbyggingu, meðal annars til stoðtækjaverkefnis í samvinnu við Össur. Auk þessa hafa tæpar 90 milljónir farið í önnur verkefni 2005 og 2006, þar á meðal til flutnings hergagna vegna stuðningsaðgerða Atlantshafsbandalagsins. Samanlagt tæpar 400 milljónir króna. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði eftir myndsímafund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, að mikið verk væri enn óunnið. Ný öryggisáætlun væri enn á frumstigi og fleiri hermenn á leiðinni. Hann segir þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings nú fara yfir frumvarp um neyðarfjárlög til stríðrekstursins. Ábyrgð þeirra sé mikil og þeim beri að tryggja að frumvarpið fari í gegn. Þar með fái bandarískir hermenn það sem þeir þurfi til að ljúka verkefni sínu. Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003. Ali Baban, skipulags- og þróunarmálaráðherra Íraks, segir að Írakar sjálfir ættu að hafa meira að segja um hvernig erlendu fé til endurreisnar sé varið. Þetta sagði hjá á ráðstefnu tuttugu ríkja og alþjóðasamtaka í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Erfitt sé að tiltaka hve mikið fé þurfi til endurreisnar svo vel sé. Innviðir Íraks séu í rúst og hryðjuverkamenn skaði tilraunir til að bæta efnahag landsins. Þörfin sé því mikil. Deilt hefur verið um það hvort peningum til endurreisnar hafi verið vel varið og hluti þess jafnvel sagður hafa horfið. En hvað sem þeim vangaveltum líður þá hafa Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja og lagt fé til endurreisnnar. 2003 og 2004 voru 100 milljónir króna lagðar til neyðar- og mannúðaraðstoðar meðal annars til jarðsprengjuleitar. 2004 og 2005 lagði íslenska ríkið fram rétt tæpar 200 milljónir í uppbyggingu, meðal annars til stoðtækjaverkefnis í samvinnu við Össur. Auk þessa hafa tæpar 90 milljónir farið í önnur verkefni 2005 og 2006, þar á meðal til flutnings hergagna vegna stuðningsaðgerða Atlantshafsbandalagsins. Samanlagt tæpar 400 milljónir króna. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði eftir myndsímafund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, að mikið verk væri enn óunnið. Ný öryggisáætlun væri enn á frumstigi og fleiri hermenn á leiðinni. Hann segir þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings nú fara yfir frumvarp um neyðarfjárlög til stríðrekstursins. Ábyrgð þeirra sé mikil og þeim beri að tryggja að frumvarpið fari í gegn. Þar með fái bandarískir hermenn það sem þeir þurfi til að ljúka verkefni sínu.
Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira