Írakar svartsýnir 19. mars 2007 18:30 Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira