Erlent

Ramadan hengdur á morgun

Taha Yassin Ramadan var varaforseti Íraks í stjórnartíð Saddams Hússeins.
Taha Yassin Ramadan var varaforseti Íraks í stjórnartíð Saddams Hússeins. MYND/AFP

Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir.

Upphaflega hafði hann þó verið dæmdur í lífstíðarfangelsi en saksóknari fór fram á að dómnum yrði breytt í dauðadóm og samþykkti rétturinn það nú nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×