Erlent

Ræða ekki við ráðherra Hamas

Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki.

Bandaríkjamenn eru þar með ekki alveg samstíga Ísraelum sem ætla ekki að hafa neitt saman við nokkurn ráðherra Palestínumanna að sælda. Ísraelar segja ómögulegt að semja við nýju stjórnina því hún afneiti ekki hryðjuverkum.

Ísraelsk stjórnvöld ætla þó að halda sambandi sínum við Abbas, forseta Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×