Innlent

Víða hálka úti á vegum

Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá kl átta að morgni 13. mars n.k. á Seyðisfjarðarvegi frá Egilsstöðum á Seyðisfjörð

Ákveðið hefur verið að hækka leyfðan ásþunga í 10 tonn á Upphéraðsvegi frá Fljótsdalsvegi að Hringvegi á Völlum. Hámarkshraði er takmarkaður við 50 km/klst á Upphéraðsvegi frá Hallormsstað að Víkingsstöðum á Völlum. Fylgst verður með ástandi vegarins.

Ef stefnir í sambærilegt ástand vegarins og var fyrir helgi gæti þurft að takmarka umræddan vegkafla aftur niður í 7 tonn með mjög stuttum fyrirvara. Vegagerðin biður flutningsaðila að takmarka flutninga eins og kostur er.

Vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn um allt land, nema á eftirtöldum leiðum:

Á Austurlandi; Norðfjarðarvegi frá Egilsstöðum að álverssvæði í

Reyðarfirði, Suðurfjarðavegi frá Norðfjarðarvegi að Vattarnesvegi í botni

Fáskrúðsfjarðar.

Á Vesturlandi; frá Reykjavík í Borgarnes og Akrafjallsvegi frá

Hvalfjarðargöngum að Berjadalsá.

Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði þar lækkaður niður í 30 km og eru ökumenn beðnir að gæta mikillar varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×