Erlent

Leiðtogar stjórnarandstöðu í Zimbabwe handteknir

Lögreglumenn í Zimbabwe bíða þess að handtaka stjórnarandstæðinga í dag.
Lögreglumenn í Zimbabwe bíða þess að handtaka stjórnarandstæðinga í dag. MYND/AFP
Yfirvöld í Zimbabwe hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir að hafa ætlað að halda fjöldabænafund þrátt fyrir bann stjórnvalda við að halda pólitískar samkomur.

Lögregla lokaði vegum og barðist við stjórnarandstæðinga á götum úti í Harare. Hún beitti einnig táragasi og vatnsfallbyssum gegn fólkinu. Á meðal þeirra sem voru handteknir var Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Stjórnarandstaðan heldur því fram að ekki hafi verið um að ræða pólitíska samkomu, eingöngu fjöldabæn, og því hafi ekki átt að koma í veg fyrir samkomuna.

Óánægja með stjórnvöld í Zimbabwe hefur verið að aukast undanfarið þar sem mikið atvinnuleysi er í landinu og verðbólga nálgast 1.700 prósent. Í síðasta mánuði sagðist Mugage, forseti landsins ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir ástandið. Hann hélt einnig nýverið upp á afmælið sitt og lét stuðningsmenn sína safna allt að 100 milljónum íslenskra króna, frá almenningi, til þess að geta haldið veglega afmælisveislu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×