Erlent

Dómari í máli Saddams flýr Írak

Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, sem Abdel-Rahman dæmdi einnig til dauða.
Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, sem Abdel-Rahman dæmdi einnig til dauða. MYND/AP
Yfirdómarinn í máli Saddams Hússeins hefur flúið Írak og beðið um pólitískt hæli í Bretlandi. Dómarinn, Raouf Abdel-Rahman, er hluti af hinum kúrdíska minnihluta í Írak. Hann var yfirdómari í dómstólnum sem fann Saddam Hússein sekan og dæmdi hann síðan til dauða.

Samkvæmt fréttum frá Al-Jazeera íhugar breska heimaskrifstofan, sem sér um hælisbeiðnir útlendinga, nú umsókn Abdel-Rahmans. Hann dæmdi einni tvo aðstoðarmenn Saddams til dauða fyrir sama mál. Það voru hálfbróðir Saddams og Barzan Ibrahim al-Tikriti og Awad Hamed al-Bandar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×