Illa búið að breskum hermönnum 11. mars 2007 12:30 Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Yfir tuttugu þúsund breskir hermenn eru sagðir þjást af þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum eftir að hafa verið sendir til Íraks og Afganistans. Þúsund manns úr þessum hópi eru á götunni og sú heilbrigðisþjónusta sem þeim býðst er bágborin. Nokkur dæmi eru um að þeir sem gegnt hafa herþjónustu í Írak hafi stytt sér aldur. Dagblaðið Independent on Sunday birtir í dag ítarlega skýrslu um heilsufar hermanna sem gegnt hafa herþjónustu í Írak og Afganistans og þann aðbúnað sem þeir fá þegar þeir snúa aftur heim. Niðurstöður hennar eru sagðar mun uggvænlegri en búist hafði verið við. Hátt í 22.000 hermenn sem sendir hafa verið til Íraks eru sagðir hafa þróað með sér þunglyndi, kvíða og aðra geðsjúkdóma eða raskanir, 24 hermenn hafa stytt sér aldur frá innrásinni 2003 og yfir eitt þúsund fyrrverandi hermenn eru á götunni. Búist er við að fjölga muni í þessum hópum eftir því sem stríðsreksturinn dregst á langinn. Þá er fullyrt að sú heilbrigðisþjónusta sem býðst hermönnum sem koma særðir heim er oft og tíðum afar léleg. Dæmi eru um að hermenn hafi þurft að liggja í eigin saur vegna ónógrar aðhlynningar hjúkrunarfólks, mörgum hefur verið neitað um verkjalyf og hávaði og róstur á sjúkradeildum eru algeng. Í ljósi þessara tíðinda hefur hópur stjórnmálamanna, hernaðarsérfræðinga og ættingja látinna hermanna skrifað undir skjal sem birt er í blaðinu í dag þar sem skorað er á Tony Blair forsætisráðherra að veita breskum hermönnum sem hætta lífi sínu fyrir land sitt þá meðferð sem þeir eiga skilda. Skjalið verður svo formlega afhent Blair þann 20. mars, þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira