Erlent

Fjöldamótmæli í Madríd

Tugþúsundir manna flykktust út á götu Madrídar, höfuðborgar Spánar í gær, til að mótmæla því að Jose Ignacio de Juana Chaos, liðsmaður Aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hefði verið færður úr öryggisgæslu yfir í stofufangelsi.

Spænsk stjórnvöld ákváðu þetta eftir að Chaos fór í hungurverkfall á dögunum. Chaos hefur setið í fangelsi í tuttugu ár en hann var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða 25 manns. Stjórnarandstaðan í landinu skipulagði mótmælin Madríd í gær en kvöldið áður höfðu svipaðar kröfugöngur verið farnar í mörgum bæjum Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×