Fimm landa heimsókninni senn lokið 10. mars 2007 19:30 George Bush forseti Bandaríkjanna og Hugo Chavez forseti Venesúela ferðast þessa dagana um Suður-Ameríku til að styrkja tengslin við bandamenn sína. Vart þarf að taka fram að þeir ferðast hvor í sínu lagi enda svarnir óvinir. Bush hefur verið á ferðalagi ásamt fylgdarliði sínu um Rómönsku Ameríku undanfarna daga og í morgun kom hann til Úrúgvæ, síðasta landsins sem heimsótt verður í ferðinni. Enginn hörgull var fólki í höfuðstaðnum Montevídeó til að mótmæla komu hans, meðal annars skeytu mótmælendur skapi sínu á veitingastöðum McDonalds í borginni. Bush hefur aftur á móti fengið heldur skárri viðtökur hjá þeim þjóðarleiðtogum sem hann hefur sótt heim. Við Tabare Vazquez, forseta Úrugvæ ræddi hann í dag um fríverslun og þeir Lula da Silva, forseta Brasilíu gerðu í gær samkomulag um framleiðslu á etanóli, orkugjafa sem vonast er til að leyst geti olíuna af hólmi þegar fram líða stundir. Í Sao Paulo brá svo Bush sér á samba-klúbb ásamt Condoleezzu Rice utanríkisráðherra og eiginkonu sinni Láru og þar virtist stuðið í fyrirrúmi. Á sama tíma sótti Hugo Chavez, forseti Venesúela Argentínumenn heim. Ferðalag Chavez er að hans sögn í engum tengslum við reisu Bush enda þótt flestar ræðurnar fjalli á einn eða annan hátt um þennan erkifjanda hans. Í einni þeirra fulltyrti hann meðal annars að Bush hefði lægri greindarvísitölu en aðrir Bandaríkjaforsetar til þessa. Tuttugu þúsund manns fögnuðu þessum fúkyrðum Chavez ákaft sem klykkti út með að segja að Bush væri pólitískt lík og kúgunartákn heimsvaldasinna. Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
George Bush forseti Bandaríkjanna og Hugo Chavez forseti Venesúela ferðast þessa dagana um Suður-Ameríku til að styrkja tengslin við bandamenn sína. Vart þarf að taka fram að þeir ferðast hvor í sínu lagi enda svarnir óvinir. Bush hefur verið á ferðalagi ásamt fylgdarliði sínu um Rómönsku Ameríku undanfarna daga og í morgun kom hann til Úrúgvæ, síðasta landsins sem heimsótt verður í ferðinni. Enginn hörgull var fólki í höfuðstaðnum Montevídeó til að mótmæla komu hans, meðal annars skeytu mótmælendur skapi sínu á veitingastöðum McDonalds í borginni. Bush hefur aftur á móti fengið heldur skárri viðtökur hjá þeim þjóðarleiðtogum sem hann hefur sótt heim. Við Tabare Vazquez, forseta Úrugvæ ræddi hann í dag um fríverslun og þeir Lula da Silva, forseta Brasilíu gerðu í gær samkomulag um framleiðslu á etanóli, orkugjafa sem vonast er til að leyst geti olíuna af hólmi þegar fram líða stundir. Í Sao Paulo brá svo Bush sér á samba-klúbb ásamt Condoleezzu Rice utanríkisráðherra og eiginkonu sinni Láru og þar virtist stuðið í fyrirrúmi. Á sama tíma sótti Hugo Chavez, forseti Venesúela Argentínumenn heim. Ferðalag Chavez er að hans sögn í engum tengslum við reisu Bush enda þótt flestar ræðurnar fjalli á einn eða annan hátt um þennan erkifjanda hans. Í einni þeirra fulltyrti hann meðal annars að Bush hefði lægri greindarvísitölu en aðrir Bandaríkjaforsetar til þessa. Tuttugu þúsund manns fögnuðu þessum fúkyrðum Chavez ákaft sem klykkti út með að segja að Bush væri pólitískt lík og kúgunartákn heimsvaldasinna.
Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira