Erlent

18 létu lífið og 48 slösuðust

Íraskur hermaður stendur vaktina í dag á meðan fundur erlendra sendimann á sér stað í dag. Þrjár sprengjur sprungu í námunda við fundarstaðinn en enginn er talinn hafa látið lífið.
Íraskur hermaður stendur vaktina í dag á meðan fundur erlendra sendimann á sér stað í dag. Þrjár sprengjur sprungu í námunda við fundarstaðinn en enginn er talinn hafa látið lífið. MYND/AFP
Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Sadr-hverfi Bagdad í dag og létu að minnsta kosti 18 manns lífið. Árásin átti sér stað á sama tíma og fulltrúar fjölmargra ríkja funduðu til þess að reyna að binda endi á skálmöldina í landinu. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima. Talið er að allt að 48 manns hafi slasast í árásinni. Aðeins nokkrum klukkutímum áður hafði bandaríski herinn gert áhlaup á búðir uppreisnarmanna í hverfinu og handtekið sex þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×