Erlent

Vilja hermennina heim fyrir árið 2008

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins.
Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins. MYND/AP

Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan.

Tillagan er í beinni andstöðu við áætlanir Bush sem vill ekki að þingið sé að vasast í Íraksmálum sínum. Leiðtogi demókrata í öldungadeild þingsins hefur hins vegar lagt fram að hermennirnir verði kallaðir til baka fyrir 31. mars árið 2008. Talsmenn Bush segja að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum lögum sem kveða á um hvenær hermennirnir verði kallaðir heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×