Erlent

Mótmælin breiðast út

Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Allt hefur verið með kyrrum kjörum á svæðinu undanfarinn sólarhring en lögregla hefur engu að síður uppi talsverðan viðbúnað. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendunum og leysti kröfugönguna upp. Einn lögreglumannanna slasaðist lítillega í átökunum. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×