Erlent

Frakkar senda liðsauka til Mið-Afríku

Mið-Afrískir hermenn standa vörð við flugvöllinn í Birao.
Mið-Afrískir hermenn standa vörð við flugvöllinn í Birao. MYND/AP

Frakkar hafa sent liðsauka frá Gabon til Mið-Afríku lýðveldisins, eftir að hermenn þeirra þar lentu í átökum við uppreisnarmenn um helgina. Um eitthundrað hermenn voru sendir úr liði sem Frakkar hafa í Gabon. Uppreisnarmennirnir vilja steypa Francois Bozize, forseta af stóli.

Frakkar sendu sérsveitarmenn studda af þyrlum og orrustuþotum til Mið-Afríku lýðveldisins í desember síðastliðnum, til þess að hrekja uppreisnarmenn frá borginni Birao og öðrum hlutum landsins. Síðan hafa franskir hermenn verið í landinu. Mið-Afríka er fátækt landlukt ríki, sem er fyrrverandi frönsk nýlenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×