Erlent

Tunglmyrkvi annað kvöld

MYND/AFP

Stjörnuáhugamenn bíða nú með óþreyju tunglmyrkvans sem á að vera á morgun. Hann á eftir að sjást best í Evrópu. Hann byrjar klukkan 18 mínútur yfir átta annað kvöld og verður tunglið alfarið í skugga jarðarinnar á milli 22:44 og 23:58 að íslenskum tíma. Hann mun sjást skýrt og greinilega á Íslandi, ef skýjafar leyfir.

Á meðan því tímabili stendur er eina ljósið sem skín á tunglið það sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Það verður til þess að tunglið tekur á sig drungalegan blóðrauðan lit. Alveg óhætt er að fylgjast með tunglmyrkva þar sem tunglið er ekki jafn bjart og þegar það er venjulegt.

Tunglmyrkvar eiga sér stað þegar að sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu í geimnum. Atvinnustjörnufræðingar segja að þeir muni njóta þess að fylgjast með myrkvanum. Þeir segja að hann eigi eftir að verða einn sá allra besti í mörg mörg ár.

Hægt er að sjá hvar tunglmyrkvinn verður sjáanlegur hérna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×