Erlent

Ætla ekki að framselja

Aðalsaksóknari í málinu, Luis Moreno-Ocampo.
Aðalsaksóknari í málinu, Luis Moreno-Ocampo. MYND/AP
Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Stjórnvöld í Súdan segja sönnunargögn dómstólsins vera hreinar lygar og framleiddar af andstæðingum mannanna tveggja. Aðalsaksóknari í málinu, Luis Moreno-Ocampo, segir að mennirnir tveir beri ábyrgð á ofbeldi í Darfur á árunum 2003-4.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×