Erlent

Þrír franskir hjálparstarfsmenn myrtir í Brasilíu

Leigumorðingjarnir sjást hér ásamt Ramires og morðvopnunum á fréttamannafundi lögreglunnar í Rio de Janeiro í dag.
Leigumorðingjarnir sjást hér ásamt Ramires og morðvopnunum á fréttamannafundi lögreglunnar í Rio de Janeiro í dag. MYND/AP

Þrír franskir hjálparstarfsmenn voru stungnir til bana á hótelherbergi sínu í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í dag. Lögreglan sagði að brasilískur samstarfsmaður þeirra, Tarsio Wilson Ramires, hefði játað að eiga þátt í morðunum.

Hjálparstarfsmennirnir komust að því að hann væri að ræna peningum frá verkefni þeirra en þeir unnu við að kenna fátækum börnum í borginni. Ramires réði þá tvo leigumorðingja til þess að ganga frá Frökkunum. Tvö þeirra myrtu voru gift og áttu tveggja ára son sem var í barnapössun í næstu íbúð þegar atburðurinn átti sér stað.

Lögregla hafði upp á Ramires þegar hann var að yfirgefa hótelið. Hann hafði alls stolið 38 þúsund dollurum, eða um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×