Erlent

Súdan framselur ekki grunaða stríðsglæpamenn

Luis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari í málinu. Dómstóllinn mun nú ákveða hvort að réttað verður í málinu. Myndin er frá fréttamannafundi í dag.
Luis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari í málinu. Dómstóllinn mun nú ákveða hvort að réttað verður í málinu. Myndin er frá fréttamannafundi í dag. MYND/AFP
Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Mennirnir tveir, Ahmed Haroun ráðherra mannréttindamála og Ali Muhammad Ali Abd al-Rahman, leiðtogi Janjaweed hersveitanna, eru ákærðir fyrir 51 stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Stjórnvöld í Súdan segja sönnunargögn dómstólsins vera hreinar lygar og framleiddar af andstæðingum mannanna tveggja.

Aðalsaksóknari í málinu, Luis Moreno-Ocampo, segir að mennirnir tveir beri ábyrgð á ofbeldi í Darfur á árunum 2003-4. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu „ekki gert árásir á uppreisnarmenn heldur hafi þeir einblínt á almenna borgara fyrir að styðja við bakið á uppreisnarmönnum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×