Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, hefur verið skipaður formaður í stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðins. Skipun þessi fór fram samkvæmt ósk fastafulltrúa San Marínó sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu.
Fulltrúar 46 aðildarríkja eiga sæti í stefnumörkunarnefndinni og er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur að sér formennsku hennar. Meðal helstu verkefna nefndarinnar er að forgangsraða öllum verkefnum á vegum Evrópuráðsins og leggja þar með línurnar að megináherslum ráðsins á næsta ári.