Innlent

Víða ófærð á vegum

Best að aka varlega úti á landi, í dag.
Best að aka varlega úti á landi, í dag. MYND/Elma Guðmundsdóttir

Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á norðanverðu Snæfellsnesi og á Holtavörðuheiði.Á Vestfjörðum er víða snjóþekja.

Ófært er um Hrafnseyrarheið og þungfært á Dynjandisheiði. Ófært er yfir Eyrarfjall og þungfært á Klettshálsi en mokstur stendur yfir.. Á Norðurlandi er víða hálka, snjóþekja og éljagangur.

Ófært er um Lágheiði. Á Austurlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur. Þæfingur er á Mývatnsöræfum og Breiðdalsheiði og þungfært á Vopnafjarðarheiði Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir.

Ófært er uM Öxi. Á Suðausturlandi er að mestu greiðfært. Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði er hámarkshraði þar lækkaður niður í 30 km og eru ökumenn beðnir að gætamikillar varúðar þegar ekið er yfir.

Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát.Það eru þungatakmarkanir frá Vík í Mýrdal austur að Fáskrúðsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×