Innlent

Vextir íslensku bankanna helmingi lægri erlendis

Raunvextir hjá Glitni og Kaupþingi á hinum Norðurlöndunum eru allt að helmingi lægri en til almennings hér á landi. Þetta kemur fram í samanburði sem fréttastofa hefur gert á kjörum bankanna á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð.

Sérfræðingar segja bankana hafa svigrúm til lækkana og formaður Neytendasamtakanna vill að samkeppnisyfirvöld skoði þjónustugjöld bankanna.

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn högnuðust um 164 milljarða á síðasta ári. Háværar raddir hafa heyrst undanfarna mánuði um að bankarnir blóðmjólki viðskiptavini og muni ekkert um að lækka vexti á lánum og hækka á innistæðum. Bankamenn segja hins vegar að hér ríki grimm samkeppni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×