Erlent

Græddu HIV-smituð líffæri í sjúklinga

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur fyrirskipað miklar rannsóknir á ítölsku heilbrigðiskerfi vegna þess hversu slæmt það er.
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur fyrirskipað miklar rannsóknir á ítölsku heilbrigðiskerfi vegna þess hversu slæmt það er. MYND/AP
Ítalskir læknar græddu óvart líffæri úr eyðnismituðum líffæragjafa í heilbrigt fólk. Alls fengu þrír sjúklingar líffæri úr konunni. Um tvö nýru og lifur var að ræða. Læknar segja miklar líkur á því að líffæraþegarnir eigi eftir að smitast af HIV.

Atvikið átti sér stað á sjúkrahúsi í Flórens en skýrt var frá þessu í gær. Um mannleg mistök var að ræða en hjúkrunarkona hafði merkt við að líffæragjafinn væri ekki HIV smitaður. Læknar á sjúkrahúsinu álíta líka að hann hafi ekki vitað að hann væri með alnæmi.

Í síðasta mánuði fyrirskipuðu heilbrigðisyfirvöld að úttekt skyldi gerð á sjúkrahúsum í Ítalíu en læknamistök verða þar æ algengari. Um þverbak keyrði í síðasta mánuði þegar að 16 ára stúlka lést þegar verið var að taka úr henni botnlangann. Rafmagnið fór af skurðstofunni og enginn setti öndunarvélina hennar í samband við rafallinn á meðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×