Erlent

Handtekinn vegna bréfsprengjuárása

Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire.

Tíu slösuðust lítillega í sjö sprengingum, þar á meðal sex á skrifstofu ökutækjaskrár í Swansea í Suður-Wales. Að sögn lögreglu voru sprengjurnar þannig úr garði gerðar að líkast til var þeim ekki ætlað að deyða neinn heldur aðeins hræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×