Chad Reed virðist allur vera koma til eftir meiðsl því hann landaði sigri í San Diego um helgina. Keppnin tók skyndilegan snúning þegar forystu sauðurinn James Stewart tók byltu um miðja keppni og virtist hann ekki ætla ná hjólinu í gang eftir byltuna. Við þetta missti hann keppendur fram úr sér og þegar hann loks náði hjólinu í gang sá hann á eftir 8 keppendum. Stewart reyndi því allt sem hann gat að koma sér á pall,en allt kom fyrir ekki því hann endaði í fimmta sæti.
Kevin Windham keyrði með nýjan hálskraga frá Leatt inc. og virðist sem kraginn hafi virkað vel á sjálfstraustið hjá kappanum,því hann hefur ekki verið að sína sínar réttu hliðar undanfarnar keppnir. Windham endaði í þriðja sæti á eftir Tim Ferry sem var á palli í þriðja skipti og núna annar.
Staðan eftir úrslit helgarinnar er því þessi :
- James Stewart 207 Stig (5 Sigrar)
- Chad Reed 196 (2 Sigrar)
- Tim Ferry 164
- Ricky Carmichael 116 (2 Sigrar)
- David Vuillemin 114