Sport

Mótorkrossmenn vilja aðstöðu við Ölduhrygg

Reynir á Fullu á Langasandi
Mynd/Skessuhorn

Tekið af skessuhorn.is

Hugmyndir eru uppi meðal áhugahóps mótorkrossmanna að koma sér upp aðstöðu við Ölduhrygg, sem er nálægt Borgarnesi og hefur beiðni um slíkt borist til sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Kristófer Helgi Sigurðsson er annar forsvarsmanna hópsins. Hann segir hann og félaga sína hafa fengið hugmyndina er þeir heimsóttu Ólafsvík. Þar stofnuðu áhugasamir mótorkrossmenn félag og sóttu um svæði nálægt bænum til að stunda sport sitt og fengu úthlutað svæði. Kristófer Helgi segir mikinn áhuga á slíku meðal fólks í Borgarbyggð og segist vongóður um jákvæð svör frá stjórninni enda hafi hún tekið vel í málið strax frá upphafi.

Því hafi hinsvegar verið ítrekað frestað og staða þess því ekki ljós eins og stendur. Kristófer segir að á döfinni sé að stofna félag mótorkrossáhugamanna í Borgarbyggð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×