Innlent

Samvera fyrir börn af upptökuheimilum

Séra Bjarni Karlsson boðar til samveru barna af upptökuheimilum.
Séra Bjarni Karlsson boðar til samveru barna af upptökuheimilum. Mynd Hari

Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður.

Til sálgæslusamverunnar er öllum sem voru börn á upptökuheimilum boðið að koma og deila reynslu sinni. Skipt verður í smærri samtalshópa og mun læknir eða prestur leiða samtal hvers hóps.

Samveran verður frá kl. 17:00 næstkomandi sunnudag. Súpa og meðlæti verða í boði um kvöldmatarleitið en kl. 20:00 verður haldin mánaðarleg kvöldmessa í kirkjunni. Messan verður að þessu sinni helguð umhugsun um menningu gömlu upptökuheimilanna og fyrirbæn fyrir minningum þeirra sem þar áttu sína daga, eins og segir í tilkynningu frá Laugarneskirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×