Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu 9. febrúar 2007 09:15 Við bensíndælu í Kína. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Hráolíuverð hefur daðrað við 60 dala markið síðustu vikuna eftir að kólna tók í Bandaríkjunum. Verðið fór hins vegar niður fyrir 50 dalina skömmu eftir áramótin vegna hlýinda vestanhafs en það dró úr eftirspurninni. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist óbreytt í Bandaríkjunum í um viku til viðbótar og telja greinendur að hráolíuverðið haldist hátt á sama tíma. Þá harðnaði í deilu Bandaríkjamanna og Írana eftir að Ayatollah Khamenei, æðsti klerkur Írana, hótaði því að svara í sömu mynt ef Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið til að stöðva kjarnorkutilraunir Írana. Hráolíuverðið hækkaði vegna þessa um hálfan dal og fór í 60,21 dal á tunnu í rafrænum viðskiptum í Asíu. Verðið stóð í 59,71 dal á tunnu í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira