Erlent

Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn

Frá ritstjórn Nyhedsavisen .
Frá ritstjórn Nyhedsavisen . MYND/Alda Lóa Leifsdóttir

Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina.

Danski pósturinn hefur nú gefist upp á samstarfinu og 365 Media hefur keypt hans hlut í Morgundreifingu. Sven Damm, stjórnarformaður Morgundreifingar segir að þetta sé hið besta mál, fyrirtækið fái nú loks að keppa frjálst á markaðinum og ganga til samstarfs við þá sem þeir vilji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×