Viðskipti innlent

Uppsett áskriftarverð Sýnar vegna HM réttlætanlegt

Samkeppniseftirlitið telur kostnaðarforsendur hafa réttlætt uppsett verð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar val stóð á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í fyrrasumar eða kaupa áskrift að Sýn til lengri tíma.

Forsaga málsins er sú að Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður óskaði eftir því undir lok maí í fyrra að Samkeppniseftirlitið myndi kanna tilboð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar að áskrift í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2006. Óskaði hann sérstaklega eftir könnun á því hvort gjaldtaka Sýnar væri óhófleg og hvort í tilboðum Sýnar fælust ólögmætir söluskilmálar.

Samkeppniseftirlitið segir bindinguna sem fólst í tilboðinu hóflega og væru forsendur tilboðanna að öðru leyti málefnalegar. Með vísan til þess telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að hafast frekar að í málinu.

Úrskurður Samkeppnisstofnunar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×