Bræður vilja ekki berjast 7. febrúar 2007 19:09 Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið. Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið.
Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira