Róbótar finna sennilega ekki líf á Mars 5. febrúar 2007 19:56 Gettyimages Ef það er líf á Mars, er það sennilega of langt undir yfirborði plánetunnar til að vélmenni geti fundið það og greint. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Ástæðan er sú að hafi nokkurn tímann verið líf á borð við einfrumunga eða bakteríur á Mars þá hefur geimgeislun fyrir löngu eytt um það öllum ummerkjum. Fyrir milljörðum ára má vel hugsa sér að Mars hafi að furðu mörgu leyti verið svipuð því sem jörðin er núna. Þegar kólnaði hvarf síðan lofthjúpurinn og Mars varð hin þurra, kalda og lífvana pláneta sem við þekkjum núna. Þetta segir geimlíffræðingurinn Lewis Dartnell. Ef eitthvað líf sem líkist því sem er á jörðinni hefði lifað slíkar breytingar á aðstæðum af þá eru það bakteríur sem lifa undir yfirborðinu, liggja þar í dvala og bíða þess að fátíðar jarðhræringar færi vatn úr iðrum plántunnar upp á yfirborðið. Þá aftur hefðu bakteríurnar líklega drepist vegna geislunnarinnar. Samkvæmt rannsókn Dartnell mundu harðgerustu bakteríur sem finnast á Jörðinni lifa að hámarki í 18 þúsund ár við slíkar aðstæður. Jafnvel á tveggja metra dýpi, sem er það dýpsta sem róbóti sem áætlað er að senda til Mars árið 2013 getur borað, gætu slíkar bakteríur í mesta lagi lifað í 90-500 þúsund ár, eftir berggerð. Ef einhversstaðar eru líkur á að slíkur róbóti finni ummerki um líf þá er það í frosnum gígvötnum eða gígbörmum. Vísindi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Ef það er líf á Mars, er það sennilega of langt undir yfirborði plánetunnar til að vélmenni geti fundið það og greint. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Ástæðan er sú að hafi nokkurn tímann verið líf á borð við einfrumunga eða bakteríur á Mars þá hefur geimgeislun fyrir löngu eytt um það öllum ummerkjum. Fyrir milljörðum ára má vel hugsa sér að Mars hafi að furðu mörgu leyti verið svipuð því sem jörðin er núna. Þegar kólnaði hvarf síðan lofthjúpurinn og Mars varð hin þurra, kalda og lífvana pláneta sem við þekkjum núna. Þetta segir geimlíffræðingurinn Lewis Dartnell. Ef eitthvað líf sem líkist því sem er á jörðinni hefði lifað slíkar breytingar á aðstæðum af þá eru það bakteríur sem lifa undir yfirborðinu, liggja þar í dvala og bíða þess að fátíðar jarðhræringar færi vatn úr iðrum plántunnar upp á yfirborðið. Þá aftur hefðu bakteríurnar líklega drepist vegna geislunnarinnar. Samkvæmt rannsókn Dartnell mundu harðgerustu bakteríur sem finnast á Jörðinni lifa að hámarki í 18 þúsund ár við slíkar aðstæður. Jafnvel á tveggja metra dýpi, sem er það dýpsta sem róbóti sem áætlað er að senda til Mars árið 2013 getur borað, gætu slíkar bakteríur í mesta lagi lifað í 90-500 þúsund ár, eftir berggerð. Ef einhversstaðar eru líkur á að slíkur róbóti finni ummerki um líf þá er það í frosnum gígvötnum eða gígbörmum.
Vísindi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira