Erlent

250 uppreisnarmenn felldir í Írak

Bandarískir hermenn að undirbúa sig fyrir átökin í Najaf í dag.
Bandarískir hermenn að undirbúa sig fyrir átökin í Najaf í dag. MYND/AP

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið.

Engum sögum fór af mannfalli Íraka eða Bandaríkjamanna. Bardaginn er sem áður sagði enn í gangi. Fyrr í dag tókst uppreisnarmönnum að skjóta niður herþyrlu Bandaríkjamanna en ekkert hefur frést af afdrifum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×