Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði 28. janúar 2007 13:08 Frank Rijkaard og Ronaldinho eru mestu mátar og styður hollenski þjálfarann stjörnuleikmann sinn fram í rauðan dauðann. MYND/AFP Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Ronaldinho viðurkenndi það sjálfur í síðustu viku að hann hefði oft verið í betra formi, en slök frammistaða hans í síðustu leikjum Barcelona hefur orðið til þess að kynda undir orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. AC Milan, Chelsea og nokkur félög í Bandaríkjunum eru sögð reiðubúin að greiða fúlgur fjár fyrir leikmanninn en Rijkaard segir af og frá að Ronaldinho verði seldur. "Ronaldinho er ennþá lykilmaður fyrir okkur. Hann er líka hluti af liðinu og það verður að horfa á málið frá þeirri hlið. Ef að liðið er að spila illa, þá er það ekki bara vegna þess að einn leikmaður er að spila illa," sagði Rijkaard og átti þar við Ronaldinho. "Ég skil ekki allan þennan æsing. Þið ættuð að horfa á hvað hann er búinn að leggja upp mörg mörk á tímabilinu. Og hvað er hann búinn að skora mörg mörk? Hvað hefur hann unnið marga leiki fyrir okkur? Látið okkur í friði og gefið okkur tækifæri á að koma hlutunum í rétt lag," sagði Rijkaard argur á blaðamannafundi fyrir leik Barcelona og Celta Vigo í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Ronaldinho viðurkenndi það sjálfur í síðustu viku að hann hefði oft verið í betra formi, en slök frammistaða hans í síðustu leikjum Barcelona hefur orðið til þess að kynda undir orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. AC Milan, Chelsea og nokkur félög í Bandaríkjunum eru sögð reiðubúin að greiða fúlgur fjár fyrir leikmanninn en Rijkaard segir af og frá að Ronaldinho verði seldur. "Ronaldinho er ennþá lykilmaður fyrir okkur. Hann er líka hluti af liðinu og það verður að horfa á málið frá þeirri hlið. Ef að liðið er að spila illa, þá er það ekki bara vegna þess að einn leikmaður er að spila illa," sagði Rijkaard og átti þar við Ronaldinho. "Ég skil ekki allan þennan æsing. Þið ættuð að horfa á hvað hann er búinn að leggja upp mörg mörk á tímabilinu. Og hvað er hann búinn að skora mörg mörk? Hvað hefur hann unnið marga leiki fyrir okkur? Látið okkur í friði og gefið okkur tækifæri á að koma hlutunum í rétt lag," sagði Rijkaard argur á blaðamannafundi fyrir leik Barcelona og Celta Vigo í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira