Erlent

Lögregla leggur teygjubyssunum

MYND/AP

Lögregla í borginni Tijuana í Mexíkó hefur undanfarnar tvær vikur þurft að hafast við án skotvopna. Herinn hefur verið við löggæslu í borginni og ákváðu yfirvöld þá að athuga hvort skotvopn einhverra lögreglumanna hefðu verið notuð í glæpum. Sumir lögreglumenn neituðu að fara út á götur án skotvopna en aðrir söfnuðu sér steinum og keyptu sér teygjubyssur.

Alríkislögreglan skilaði skotvopnum til lögreglu í gær svo að þeir ættu loks að geta lagt teygjubyssunum. Á meðan lögreglumenn höfðu ekki byssur var þeim yfirleitt fylgt af vopnuðum hermanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×