Erlent

Hillary með 19% forskot á Obama

Hillary blikkar til aðdáenda á fyrirlestri sem hún hélt á dögunum.
Hillary blikkar til aðdáenda á fyrirlestri sem hún hélt á dögunum. MYND/AP

Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%.

Helsti ókostur Obama er að það þekkja hann ekki nógu margir. Aðeins 51% þátttakenda sögðust vita nógu mikið um hann til þess að geta myndað sér skoðun á honum. Sambærileg tala hjá Hillary var 94%. Sama skoðanakönnun mældi einnig fylgi frambjóðenda repúlikana og í ljós kom að John MacCain leiðir þar með 30% fylgi en Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, fylgir fast á hæla hans með 26%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×