Erlent

Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda

Fulltrúar landanna í Sexveldaumræðunum svokölluðu. Hill er þriðji frá hægri.
Fulltrúar landanna í Sexveldaumræðunum svokölluðu. Hill er þriðji frá hægri. MYND/AP

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið." sagði Hill við fréttamenn í dag.

Á fundinum var rætt um leiðir til þess að hefja Sexveldaviðræðurnar á ný. Hill sagði síðar að líklegt væri að viðræðurnar hæfust fyrir lok janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×