Erlent

Fórst vegna veðurs

Flugvél sambærileg þeirri sem fórst.
Flugvél sambærileg þeirri sem fórst. MYND/AP

Rannsóknarmenn hafa sagt frá því að flugvélin sem fórst í Indónesíu fyrir tæpum þremur vikum hafi sennilega farist vegna slæmra veðurskilyrða. Segja þeir ekkert benda til þess að sprenging hafi orðið í vélinni. Líklegast er talið að vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún lenti í sjónum og að skrokkur hennar hafi síðan gefið sig vegna þrýstings.

Enginn farþegi vélarinnar hefur fundist á lífi og telja yfirvöld að þau eigi ekki eftir að finna eitt einasta lík. Svarti kassi vélarinnar á að gefa frá sér merki í 30 daga eftir flugslys en hann hefur ekki fundist þar sem hann gæti verið á allt að 1.700 metra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×